News
Vel heppnaðir tónleikar á starfsárinu og samningur við Hörpu / Successful Concerts During the Academic Year and Agreement with Harpa
24. júní 2025
Þann 26. maí síðastliðinn hélt Korda mjög vel heppnaða og vel sótta tónleika í Silfurbergi í Hörpu. Á tónleikunum sem báru titilinn á Sporbraut flutti hljómsveitin sem taldi 38 meðlimi auk Sigrúnar stjórnanda og listræns stjórnanda Kordu 11 lög. Af þeim 11 lögum voru 7 þeirra samin á þessu starfsári af þessum hópi fólks, hin lögin voru samin af öðrum samsetningum af Kordu á öðrum starfsárum. Í ár var unnið út frá þemanu á sporbraut en á hverju ári vinna allar hljómsveitir MetamorPhonics með sama þemað og vinna texta og lög frá grunni út frá því þema.
Á tónleikunum var tilkynnt um þriggja ára samstarfssamning sem Harpa gerði við Kordu þar sem þeim er tryggður tónleikavettvangur í Hörpu næstu þrjú árin.
Þann 23. mars síðastliðinn fóru einnig fram tónleikar hljómsveitarinnar Spheres of Resonance í York sem er ný hljómsveit sem var stofnuð í samstarfi við York St John University og Converge en hún er ein þeirra hljómveita sem eru hluti af rannsóknarverkefninu Building Bridges. Á undan tónleikunum fór fram þriggja daga smiðja þar sem hópurinn samdi saman tónlist. Sigrún stýrði smiðjunni en Catherine og Lee úr rannsóknarteyminu voru einnig þátttakendur og aðstoðuðu Sigrúnu. Smiðjan og tónleikarnir heppnuðust mjög vel og það verður spennandi að fylgjast með því starfi vaxa.
Þann 9. mars héldu The Messengers einnig tónleika í London eftir 6 daga smiðju (þrír dagar í mars og þrír í október) þar sem hljómsveitin samdi tónlist fyrir tónleikana. Tónleikarnir heppnuðust virkilega vel. The Messengers er elsta bandið sem verið er að rannsaka í verkefninu en það var stofnað árið 2012 og er rekið í samstarfi við Guildhall School of Music and Drama og lista- og góðgerðastofnanir í London sem styðja við samfélag heimilslausra.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum þremur hljómsveitum á næsta starfsári og halda rannsókninni áfram.
//
On May 26th, Korda held a highly successful and well-attended concert in Silfurberg at Harpa. The concert, titled Á Sporbraut, featured the band—comprising 38 members, along with conductor and Korda’s artistic director Sigrún—performing 11 pieces. Of these 11 pieces, 7 were composed during this years workshops by this group of participants, while the remaining pieces were composed by other Korda members in previous years. This year’s work was based on the theme “in Orbit” and as in each year, all MetamorPhonics bands worked with the same theme, composing original lyrics and music from scratch in response to it.
A three-year collaboration agreement between Harpa and Korda was announced at the concert, ensuring Korda a concert venue at Harpa for the next three years.
On March 23rd, a concert was also held in York by Spheres of Resonance, a newly formed band established in collaboration with York St John University and Converge. This is one of the orchestras participating in the Building Bridges research project. Prior to the concert, a three-day workshop was held, during which the group collaboratively composed music. The workshop was led by Sigrún, with Catherine and Lee from the research team also participating and assisting her. Both the workshop and the concert were a great success, and it will be exciting to watch the project continue to grow.
On March 9th, The Messengers also performed a concert in London following a six-day workshop (three days in March and three in October), during which the band composed original music for the performance. The concert was very well received. The Messengers is the longest-running band being studied in the research project. It was founded in 2012 and operates in collaboration with the Guildhall School of Music and Drama and various arts and homelessness institutions in London.
We look forward to following the progress of these three bands in the coming year and continuing the research.
Meistaranemi úr menningarstjórnun ráðin / Master’s Student in Cultural Management Hired for Research Collaboration
24. júní 2025
Rannsóknarverkefnið Building Bridges hefur ráðið Sunnu Guðlaugsdóttur til þess að vinna með rannsóknarhópnum að meistaraverkefni um samfélagstónlist á Íslandi og/eða Kordu Samfóníu. Sunna stundar nú nám í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og hefst handa við lokaverkefnið næstkomandi haust. Hún hefur einnig lokið BMus gráðu í tónlist og söng með áherslu á listrænt frumkvöðlastarf frá Royal Academy of Music í Kaupmannahöfn. Sunna hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu sem fellur vel að áherslum í rannsóknarvefninu Building Bridges. Hún hefur mikla trú á því að það geti aukið lífsgæði fólks að sinna einhverju skapandi og hefur haft áhuga á að skoða hvernig hægt er að nota listir og sköpun sem hluta af einhvers konar endurhæfingarferli. Þessa hluti hefur hún þess vegna skoðað og lagt sérstaka áherslu á í námi sínu, bæði því sem hún stundar núna en einnig í fyrra námi.
Við erum virkilega spennt að fá Sunnu í teymið og hlökkum mikið til samstarfsins!
//
The research project Building Bridges has hired Sunna Guðlaugsdóttir to work with the research team on a master’s thesis about community music in Iceland and/or the Korda Samfónía. Sunna is currently studying Cultural Management at Bifröst University and will begin working on her final project this coming fall. She also holds a BMus degree in music and singing with a focus on artistic entrepreneurship from the Royal Academy of Music in Copenhagen. Sunna has a diverse background and experience that aligns well with the focus areas of the Building Bridges research project. She strongly believes that engaging in creative activities can enhance people’s quality of life and has been particularly interested in exploring how art and creativity can be used as part of a rehabilitation process. For that reason, she has examined and emphasized these aspects in her studies—both her current and previous education.
We are truly excited to welcome Sunna to the team and greatly look forward to the collaboration!
Rannsóknarverkefnið Building Bridges leitar að meistaranema
17. mars 2025
Rannsóknarverkefnið Building Bridges sem hýst er við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann á Bifröst og York St. John University í Bretlandi, og styrkt af Rannsóknasjóði leitar að meistaranema til þess að vinna með rannsóknarhópnum að meistaraverkefni um samfélagstónlist á Íslandi og/eða Kordu Samfóníu. Verkefnið skal vera 30-60 ECTS og vera lokið í maí 2026. Nemandinn fær greiddan styrk að upphæð 1.000.000 kr. Nemandinn getur komið úr hvaða háskóla á Íslandi.
Nánar um Building Bridges verkefnið:
Til eru margvísleg samfélagsmiðuð tónlistarverkefni þar sem unnið er með fjölbreyttum hópum og samfélögum, t.d. einstaklingum í fangelsum, skjólstæðingum heilbrigðisstofnana og einstaklingum á ólíkum aldri, með fjölbreytta kunnáttu og bakgrunn. Þessi verkefni endurspegla þá hugmyndafræði að tónlist og tónlistariðkun geti haft jákvæð áhrif á fólk og jafnvel breytt lífi þess til hins betra. Meginmarkmið þessa verkefnis er að rannsaka MetamorPhonics (MP) sem er dæmi um samfélagsmiðað fyrirtæki sem sérhæfir sig í að leiða samfélagshljómsveitir.
Tilgangurinn er að skilja margvíslega þætti MP, meðal annars með því að skoða:
- bakgrunn og áhugahvöt þátttakenda
- hugmyndafræði og leiðarljós MP
- samanburð við önnur samfélagsmiðuð tónlistarverkefni
Eftirfarandi þættir eru til rannsóknar:
- kennslufræðileg nálgun MP
- hvernig listræn stjórnun og ákvarðanataka fer fram
- hvernig bakgrunnur þátttakenda hefur áhrif á tónlistarlega nálgun
- hvaða áhrif þátttaka í MP verkefnum hefur
- hvort þátttaka hefur varanleg áhrif á hljómsveitarmeðlimi
- hvort þáttaka hafi áhrif á lífið utan verkefnisins
Í verkefninu er einnig lögð áhersla á að þjálfa tónlistarleiðtoga til rannsókna á eigin starfi, þróa rannsóknaraðferðir sem snúa að samfélagsmiðuðum tónlistarverkefnum, og tryggja fjölbreyttar miðlunarleiðir á rannsóknarniðurstöðum þar sem rannsakendur, hag- og fagaðilar fá aðgengi að niðurstöðunum.
Þáttur meistaraverkefnis
Þáttur meistararannsóknar felst í að rannsaka tiltekna þætti í ofangreindu samhengi með áherslu á íslenskt samhengi. Einnig gefst kostur á að þróa og reyna þá aðferðafræði sem nýtt er í verkefninu sem samanstendur af eigindlegum aðferðum, listrannsóknum og hvernig nýta megi aðferðir heimildamyndagerðar við eigindleg viðtöl og miðlun.
Ef vel tekst til gæti opnast tækifæri eftir þetta verkefni að vinna í tvo mánuði til viðbótar að skýrslugerð við verkefnið.
Frekari upplýsingar veitir Þorbjörg Daphne Hall, prófessor í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands, thorbjorghall@lhi.is
Í umsókn skal koma fram nafn umsækjenda, háskóli, námsleið, fyrirhugaður einingafjöldi meistaraverkefnis. Þá skal fylgja kynningarbréf þar sem fram kemur lýsing á því sem umsækjandi hefur áhuga á að vinna að. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá, staðfesting á skólavist og yfirlit yfir námskeið og einkunnir umsækjanda. Umsóknum skal skila á íslensku eða ensku.
Umsóknir skulu berast fyrir 1. maí 2025 á thorbjorghall@lhi.is

